Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron lagði upp sig­ur­markið fyrir Start

Aron lagði upp sig­ur­mark Start í Noregi í dag.

Mynd/FVN

Aron Sigurðarson átti stóran þátt í sigri Start í norsku 1. deildinni í dag.

Aron lagði upp sigurmark Start sem lagði Sogndal á heimavelli, 1-0, í leik liðanna í deildinni. Markið skoraði Kasper Skaanes á 76. mínútu, eftir undirbúning hjá Aroni sem lék allan leikinn.

Sjá einnig: Enn skor­ar Aron fyrir Start

Leiktíðin hefur verið frábær fyrir Aron en hann hefur skorað 11 mörk og lagt upp önnur 8 í 21 leik með Start og þá er hann þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar.

Start er áfram í öðru sæti deildarinnar með 45 stig eftir 21 umferð, átta stigum á eftir toppliði Álasunds. Aðeins þrjú stig stig er í næsta lið sem er Sandefjord.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun