Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Aron lagði upp mark í sig­ur­leik

Aron lagði upp mark í sig­ur­leik St. Gilloise.

ÍV/Getty

Aron Sigurðarson lagði upp fyrra mark Union St. Gilloise í 2-0 útisigri liðsins gegn Lokeren í belgísku B-deildinni í dag.

Aron fékk boltann og tók þrí­hyrn­ings­spil við liðsfé­laga sinn áður en hann sendi á Serge Tabekou sem skoraði með laglegu skoti undir lok fyrri hálfleiks. Hér er hægt að sjá markið.

Aron var tekinn af velli á 62. mínútu og þremur mínútum síðar tvöfaldaði liðsfélagi hans Ibrahima Sory Bah forystuna fyrir St. Gilloise og þar við sat í markaskorun.

St. Gilloise er áfram í fjórða sæti deildarinnar af átta liðum og nú með 39 stig eftir 24 leiki. Þetta var fjórði deild­ar­leik­ur Arons fyr­ir sitt nýja lið en hann gekk í raðir Union St.Gilloise í þarsíðasta mánuði frá norska liðinu Start.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið