Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron í sigurliði – Gylfi og Jóhann lögðu báðir upp

Allir þrír Íslendingarnir sem leika í ensku úrvalsdeildinni spiluðu í dag þegar lokaumferðin fór fram. 

Aron Einar var í sigurliði í dag. ÍV/Getty

Allir þrír Íslendingarnir sem leika í ensku úrvalsdeildinni spiluðu í dag þegar lokaumferðin fór fram.

Landliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff City sem vann óvæntan 0-2 útisigur á Manchester United.

Nathaniel Mendez-Laing skoraði fyrra mark Cardiff úr vítaspyrnu á 23. mínútu og aftur var hann á ferðinni í seinni hálfleiknum á 54. mínútu þegar hann skoraði annað mark Cardiff. Aron Einar var í dag að leika sinn síðasta leik fyrir Cardiff sem hafði ekki möguleika á að bjarga sæti sínu í deildinni þrátt fyrir sigur í dag. Liðið endar 18. sæti, tveimur stigum á eftir Brighton Hove & Albion í öruggu sæti.

Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton gegn sínum gömlu félögum í Tottenham á útivelli í dag. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Tottenham var ekki lengi að komast á blað í leiknum. Eric Dier skoraði skallamark eftir fyrstu hornspyrnu leiksins. Everton jafnaði metin í 1-1 í seinni hálfleik en þá voru aðeins tuttugu mínútur eftir. Theo Walcott skoraði fyrir Everton eftir undirbúning frá Gylfa Þórs. Nokkru síðar tók Everton forystuna með marki frá Cenk Tosun en hún entist ekki lengi því Christian Eriksen gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukaspyrnu þremur mínútum síðar. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Gylfi og félagar enda í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson kom þá inn á sem varamaður fyrir Burnley sem tapaði fyrir Arsenal, 1-3, á útivelli í dag. Jóhann Berg kom inn á í stöðunni 0-2 á 64. mínútu en þegar hann var búinn að vera inn á vellinum í aðeins eina mínútu lagði hann upp mark fyrir liðsfélaga sinn Ashley Barnes sem minnkaði leikinn niður í eitt mark. Í blálokin gerði Edward Nketiah hins vegar út um leikinn og skoraði þriðja mark Arsenal í leiknum. 1-3 útisigur hjá Arsenal.

Burnley endar leiktíðina í 15. sæti með 40 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun