Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aron gerir tveggja ára samning við Al-Arabi

Aron Einar gerir tveggja ára samning við Al-Arabi sem tekur gildi í júlímánuði.

ÍV/Getty

Í gær var greint frá því að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson myndi að öllum líkindum leika fyrir lið Al-Arabi í Katar á næstu leiktíð. Al-Arabi setti inn í gærkvöld Twitter-færlsu þar sem rödd Arons heyrðist í bakgrunni með merki félagsins í mynd.

Þær fregnir hafa nú verið staðfestar, því Al-Arabi tilkynnti á Twitter-síðu sinni rétt í þessu að Aron væri búinn að skirfa undir tveggja ára samning við félagið, með möguleika á eins árs framlengingu. Sá samningur tekur gildi þegar núverandi samningur hans við Cardiff rennur út í lok júní í sumar.

Aron mun hjá Al-Arabi leika undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, sem tók við liðinu í desember í fyrra.

Eins og flestum er kunnugt, þá lék Aron undir stjórn Heimis með íslenska landsliðinu frá 2011 og til ársins í fyrra.

Aron er kynntur til leiks með frábæru myndbandi en í því myndbandi má sjá hápunkta hans með Cardiff og íslenska landsliðinu síðustu ár. Það myndband má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir