Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aron fékk níu í einkunn hjá Sky Sports

Fjölmiðilinn Sky Sports valdi Aron sem mann leiksins og gaf honum hvorki meira né minna en níu í einkunn. 

Aron í leiknum í dag. ÍV/Getty.

Aron Einar Gunnarsson spilaði frábærlega með liði sínu Cardiff sem sigraði West Ham, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fjölmiðilinn Sky Sports valdi Aron sem mann leiksins og gaf honum hvorki meira né minna en níu í einkunn.

Aron lék sem aftasti miðjumaður Cardiff í leiknum og hann náði að stöðva ófáar sóknir West Ham. Aron náði að endurheimta knöttinn alls fjórtán sinnum.

Sóknarmenn West Ham, Felipe Anderson, Manuel Lanzini, Javier Hernandez og Marko Arnauatovic, áttu allir í vandræðum með Aron í leiknum.

Cardiff náði með sigrinum í dag að komast nær öruggu sæti í deildinni. Liðið er enn í 18. sæti deildarinnar, með 28 stig, eða tveimur stigum á eftir Burnley.

Cardiff leikur ekki næst í úrvalsdeildinni fyrr en í lok þessa mánaðar, en leik Cardiff og Brighton sem átti að fara fram um næstu helgi hefur verið frestað vegna þess að Brighton á leik í átta liða úrslitum í ensku bikarkeppninnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir