Fylgstu með okkur:

Fréttir

„Aron er mikilvægasti hlekkur Cardiff“ – Tölfræðin talar sínu máli

Aron Einar er án efa mikilvægasti hlekkur Cardiff í ensku úrvalsdeildinni að mati sérfræðings Sky Sports.

Aron í leik með Cardiff á leiktíðinni. ÍV/Getty

Fótboltasérfræðingurinn Adrian Clarke hjá Sky Sports segir að Aron Einar Gunnarsson sé án efa mikilvægasti hlekkur Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.

Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að það eru mjög góðar fréttir fyrir Cardiff að Aron sé búinn að vera leikfær upp á síðkastið.

Aron var frá vegna meiðsla í fyrstu átta leikjunum á leiktíðinni og Cardiff tókst ekki að vinna einn leik í fjarveru hans.

„Hann verndar vörnina af mikilli harðneskju, sýnir mikla leiðtogahæfileika og hvetur samherja sína til dáða. Cardiff er miklu erfiðari andstæðingur þegar Aron er að spila,“ segir í umsögn Clarke um Aron Einar.

Finna má grein Clarke hér.

Eins og kunnugt er, þá er Aron á förum frá Cardiff. Hann mun eftir leiktíðina ganga til liðs við Al-Arabi í Katar. Þar mun hann leika undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, sem var þjálfari hans með íslenska landsliðinu frá 2011 og til ársins í fyrra.

Cardiff á erfiðan leik um helgina en liðið tekur á morgun á móti Chelsea.

Cardiff situr þessa stundina í fallsæti, í 18. sæti, en með sigri á morgun getur liðið komist upp fyrir Burnley í stigatöflunni og upp í öruggt sæti. Cardiff er með 28 stig og aðeins tveimur stigum minna en Burnley.

Óvíst er hins vegar með þáttöku Arons í leiknum um helgina. Neil Warnock, þjálfari hans, var langt frá því að sáttur með ákvörðun Erik Hamrén, landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins, að spila Aroni svona mikið í nýliðnu landsleikjahléi.

Árangur Cardiff með og án Arons.

Með Aron Án Arons
Leikir 20 10
Sigrar 8 0
Jafntefli 2 2
Töp 10 8
Mörk fengin á sig 31 26
Stig að meðaltali 1.3 0.2
Mörk andst. að meðaltali 1.6 2.6

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir