Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron Elís tryggði jafn­tefli

Aron Elís skoraði jöfnunarmark Álasunds í norsku 1. deildinni í dag.

Íslendingaliðið Álasund gerði í dag 1-1 jafntefli við Kongsvinger í norsku 1. deildinni.

Daníel Leó Grétarsson, Davíð Kristján Ólafsson og Aron Elís Þrándarson léku allan leikinn fyrir Álasund og Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn af bekknum hjá liðinu á 73. mínútu.

Þegar rúmt korter lifði leiks náði Kongsvinger forystunni en Aron Elís skoraði jöfnunarmark Álasunds í uppbótartíma og lokatölur leiksins urðu 1-1.

Álasund er enn með þægilegt forskot á toppi deildarinnar en liðið er með 57 stig, tólf stigum á undan Start og Sandefjord sem eiga þó leiki til góða.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun