Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron Elís skoraði og Davíð Kristján lagði upp enn eitt markið

Aron Elís skoraði og Davíð Kristján átti stoðsendingu í sigri Álasunds í Noregi í dag.

Aron Elís Þrándarson var á skotskónum fyrir Íslendingaliðið Álasund sem sigraði Jerv, 4-0, í norsku 1. deildinni í dag.

Aron Elís skoraði þriðja mark Álasunds á 77. mínútu leiksins en hann var í byrjunaliði liðsins ásamt þeim Davíð Kristjáni Ólafssyni og Daníel Leó Grétarssyni. Aron Elís var tekinn af velli tveimur mínútum eftir mark sitt en Davíð Kristján og Daníel Leó léku allan leikinn. Hólmbert Aron Friðjónsson kom þá inn af bekknum fyrir Álasund á 64. mínútu.

Davíð Kristján lagði upp fyrsta mark liðsins á 51. mínútu og er þetta annar leikurinn í röð þar sem hann leggur upp mark fyrir liðið.

Álasund hefur nú unnið níu sigra í röð í deildinni og er með 56 stig á toppi deild­ar­inn­ar, ellefu stigum á undan Start og Sandefjord eftir 21 umferð.

Sandefjord hrósaði þá einnig sigri í deildinni í dag en Emil Pálsson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu fyrir liðið þegar það vann 3-1 sigur á Sandnes Ulf. Viðar Ari Jónsson var í ekki í leikmannahópnum hjá Sandefjord.

Emil hefur síðustu mánuði verið að glíma við erfið meiðsli og lék rúmt korter fyrir Sandefjord í dag. Fyrir leikinn hafði hann leikið með varaliði liðsins.

Sandefjord er 3. sæti deildarinnar með 45 stig, jafnmörg og Start en með lakari markatölu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun