Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aron Elís og Daníel Leó í liði um­ferðar­inn­ar

Aron Elís og Daníel Leó eru báðir í liði umferðarinnar.

Mynd/bt.no

Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson, leikmenn Álasundar, eru báðir í úrvalsliði 28. umferðar í norsku 1. deildinni.

Aron Elís og Daníel Leó þóttu leika afar vel í leik með Álasundi þegar liðið lagði Start, 2-1. Aron Elís lagði upp annað mark Álasundar í leiknum og fékk 7 í einkunn fyrir frammistöðu sína á meðan Daníel Leó fékk 6.

Álasund tryggði sér í sæti í norsku úrvalsdeildinni um þarsíðustu helgi og þegar tveimur umferðum er ólokið í norsku 1. deilinni er liðið öruggt með efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan Sandefjord, sem er í öðru sæti með 62 stig. Start er í þriðja sætinu með 56 stig.

Mynd/obos-ligaen.no

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir