Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron Elís og Aron Sig á skotskónum

Aron Elís Þrándarson og Aron Sig­urðar­son voru báðir á skotskónum með liðum sínum í Noregi í dag.

Aron Elís (fyrir miðju) fagnar marki í dag. Mynd/FVN

Aron Elís Þrándarson var á skotskónum með liði Álasund í norsku 1. deildinni dag.

Aron Elís skoraði eina mark Álasund í 1-0 sigri liðsins gegn Ullensaker/Kisa. Aron Elís var tekinn af velli í uppbótartíma seinni hálfleiks þegar Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á í hans stað. Daníel Leó Grétarsson lék fyrstu 70. mínúturnar fyrir Álasund en Davíð Kristján Ólafsson var ónotatur varamaður hjá liðinu. 

Álasund er í toppsæti norsku 1. deildarinnar en liðið hefur unnið átta af tíu leikjum sínum og er taplaust með 26 stig.

Aron Sig­urðar­son skoraði eitt marka Start í 2-0 sigri gegn Skeid í norsku B-deildinni í dag. Aron lék allan leikinn fyrir Start og Kristján Flóki Finnbogason spilaði síðustu 25 mínúturnar fyrir liðið.

Start er í 4. sæti deildarinnar, sjö stigum frá toppliði Álasundar, en með leik til góða.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun