Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron Elís lék ann­an leik sinn fyrir OB – Ragnar ekki í hóp

Aron Elís lék annan leik sinn fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni.

Mynd/ob.dk

Aron Elís Þrándarson lék annan leik sinn fyrir OB í dönsku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Randers á útivelli í dag.

Aron Elís hóf leikinn á varamannabekknum en kom síðan inn á sem varamaður á 66. mínútu leiksins. Aron Elís kom til OB frá Álasundi í Nor­egi í þarsíðasta mánuði. OB er í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig eftir 22 leiki.

Eggert Gunnþór Jónsson sat allan tímann á varamannabekk SønderjyskE í 2-1 tapi liðsins gegn Nordsjælland. Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmannahópi SønderjyskE, sem er í 10. sæti.

Frederik Schram var allan tímann á varamannabekknum hjá Lyngby er liðið vann 2-0 sigur á Esbjerg. Lyngby er í 8. sæti.

Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Silkeborg. Ragnar fékk væntanlega hvíld fyrir leikinn gegn Celtic í seinni viður­eign liðanna í 32-liða úr­slit­um Evr­ópu­deild­ar­inn­ar sem fer fram næsta fimmtudag. FC Kaupmannahöfn er í öðru sæti í dönsku úrvalsdeildinni með 47 stig, níu stigum á eftir toppliði Midtjylland.

Þá er Hjörtur Hermannsson ekki í leikmannahópi Brøndby gegn Álaborg en sá leikur hófst klukkan 17.00. Með sigri fer Brøndby upp í þriðja sætið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun