Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aron Einar var í bol af Gunnari Nelson í læknisskoðun í Katar

Landliðsfyrirliðinn Aron Einar fór í gær í læknisskoðun í Katar og mætti þar í bol af Gunnari Nelson.

Mynd/Al Arabi

Aron Einar Gunnarsson fór í gær í læknisskoðun hjá katarska liðinu Al-Arabi. Það vakti athygli að hann var í bol merktum Gunnari Nelson, sem hefur notað þessa tegund af bol í inngöngum sínum fyrir síðustu tvo bardaga.

Landliðsfyrirliðinn Aron Einar ákvað í marsmánuði á þessu ári að ganga í raðir Al-Arabi í Katar þegar núverandi samningur hans hjá Cardiff rennur út í sumar.

Aron Einar gerir tveggja ára samning við Al-Arabi, með möguleika á eins árs framlengingu, en sá samningur tekur í gildi í byrjun júlí.

Aron mun hjá Al-Arabi leika undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, sem tók við liðinu í desember í fyrra. Eins og flestum er kunnugt um, þá lék Aron undir stjórn Heimis með íslenska landsliðinu frá 2011 og til ársins í fyrra.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir