Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Aron Einar skaut Al-Arabi áfram – Myndband

Aron Einar tryggði Al-Arabi sæti í átta liða úrslitum Amir-bikarsins í Katar þegar hann skoraði úr síðustu spyrn­unni í vítaspyrnukeppni.

Al-Arabi er komið áfram í átta liða úrslit Amir-bikarsins í Katar eft­ir að hafa lagt Al-Khor að velli eft­ir víta­spyrnu­keppni í dag.

Al-Arabi var tveimur mörkum undir í hálfleik en liðið kom til baka í síðari hálfleik og tryggði sér vítaspyrnukeppni. Lokatölur urðu 2-2 eftir venjulegan leiktíma.

Al-Arabi hafði betur í vítaspyrnukeppninni, 4-3, en Aron Einar skaut liðinu áfram og hann gerði það af ör­yggi úr loka­spyrnu leiks­ins.

Vítaspyrnu Arons Einars má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið