Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Aron Einar opnaði marka­reikn­ing­inn

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar skoraði sitt fyrsta mark fyr­ir sitt nýja fé­lag, Al-Arabi, í dag.

ÍV/Getty

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyr­ir sitt nýja fé­lag, Al-Arabi, þegar liðið heimsótti Al-Duhail í 2. umferðinni í katörsku úr­vals­deild­inni í dag. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Aron Einar var í byrjunarliði Al-Arabi og lék allan leikinn en hann bjargaði stigi fyrir liðið þegar hann jafnaði metin á 40. mínútu með laglegu skoti í bláhornið vinstra megin, sem má sjá hér að neðan.

Aron Einar gekk í raðir Al-Ar­abi frá Car­diff í sumar en eins og kunnugt er þá er Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, þjálfari Al-Arabi.

Landsliðsfyrirliðinn hefur þar með opnað markareikning sinn fyrir Al-Arabi í sínum öðrum leik með liðinu, sem hrósaði 3-1 sigri gegn Al-Alhi á heimavelli í 1. umferð deildarinnar síðasta föstudag. Al-Arabi er því komið með 4 stig eftir tvær umferðir og eins og sakir standa er liðið í toppsæti deildarinnar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið