Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aron Einar mun leika fyrir Al-Arabi á næstu leiktíð

Svo virðist vera að Aron Einar muni leika fyrir Al-Arabi á næstu leiktíð.

ÍV/Getty

Félagið Al-Arabi í Katar fær góðan liðsstyrk fyr­ir næsta tíma­bil en svo virðist vera að landsliðsfyrirliðinn og miðjumaðurinn Aron Einar Gunnarsson hef­ur ákveðið að ganga í raðir félagsins þegar núverandi samningur hans hjá Cardiff rennur út í sumar.

Aron, sem verður þrítugur í apríl, hefur á núverandi leiktíð verið orðaður við félög í Miðausturlöndum og þá aðallega Al-Arabi.

Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er við stjórnvölinn hjá Al-Arabi.

Aron lék undir stjórn Heimis með íslenska landsliðinu frá 2011 og til ársins í fyrra.

Al-Arabi setti inn Twitter-færlsu þar sem rödd Arons heyrist í bakgrunni með merki félagsins í mynd. Það má heyra hann segja: „Al-Arabi, ég er á leiðinni“.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir