Fylgstu með okkur:

Fréttir

Aron Einar fór út að hlaupa með emírnum í Katar

Aron Einar byrjaði gærdaginn á því að fara út að hlaupa með emírnum í Katar.

Mynd/Instagram

Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Al-Arabi, byrjaði gærdaginn á því að fara út að hlaupa með emírnum í Katar, Tamim bin Hamad Al Thani, valdamesta manninum þar í landi.

„No big deal, byrjadi daginn úti ad hlaupa med kónginum i Qatar,“ skrifaði Aron Einar á Twitter-síðu sína.

Tamim bin Hamad Al Thani er emír í Katar og hefur verið það frá árinu 2013. Faðir hans er Hamad bin Khalifa Al Thani, sem var emír á árunum 1995-2013.

Aron Einar og samherjar hans í Al-Arabi eru í 5. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar þegar 14 umferðir hafa verið leiknar.

 

View this post on Instagram

 

لوسيل #اليوم_الرياضي_للدولة_2020

A post shared by تميم بن حمد آل ثاني (@tamim) on

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir