Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Aron Einar byrjar á sigri í Katar

Aron Einar spilaði allan leikinn í fyrstu umferð í Katar

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Al-Arabi í Katar í dag. Hann spilaði allan leikinn á miðjunni en hann kom til félagsins á frjálsi sölu frá Cardiff í sumar.

Eins og kunnugt er þjálfar fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Heimir Hallgrímsson, lið Al-Arabi.

Al-Arabi spilaði í dag við Al-Alhi og vann leikinn með þremur mörkum gegn einu. Maður leiksins Hamdi Harbaoui skoraði tvö mörk fyrir Al-Arabi.

Þetta var fyrsti leikur deildarinnar og því byrja Íslendingarnir mjög vel. Al-Arabi heimsækir Al-Duhail í annari umferð deildarinnar næstkomandi fimmtudag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun