Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Aron allt í öllu í sigri – Skoraði og lagði upp

Aron held­ur upp­tekn­um hætti með liði sínu í Belgíu en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í kvöld.

ÍV/Getty

Aron Sigurðarson held­ur upp­tekn­um hætti en hann átti góðan leik með liði sínu Union St. Gilloise þegar það vann 5-3 útisigur á Oud-Heverlee í belgísku B-deildinni í kvöld.

Aron átti þátt í fyrsta marki Union St. Gilloise í leiknum, skoraði annað mark liðsins á 28. mínútu með góðu skoti utan teigs og lagði svo upp þriðja mark liðsins eftir um hálftíma leik. Staðan í hálfleik var 3-1, Union St. Gilloise í vil.

Oud-Heverlee-liðinu tókst í síðari hálfleik að jafna leikinn í 3-3 en það var svo Teddy Teuma sem tryggði öll þrjú stig­in fyrir Union St. Gilloise með tveimur mörkum á lokakaflanum. Aron var tekinn af velli á 86. mínútu leiksins.

Union St. Gilloise er í fjórða sæti af átta liðum með 42 stig eftir 27 leiki. Þetta var annað deildarmark Arons fyrir liðið, en hér að neðan má sjá markið og stoðsendinguna frá honum í kvöld.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið