Fylgstu með okkur:

Fréttir

Arnór til­nefnd­ur sem leikmaður mánaðar­ins í Rússlandi

Arnór Sigurðsson er einn átta leikmanna sem til­nefnd­ir voru í dag sem leikmaður aprílmánaðar í Rússlandi.

Arnór fagnar marki með liðsfélga sínum í síðustu viku. ÍV/Getty

Arnór Sigurðsson er einn átta leikmanna sem til­nefnd­ir voru í dag sem leikmaður aprílmánaðar í rússnesku úrvalsdeildinni.

Arnór spilaði alls fimm leiki og skoraði þrjú mörk í apríl, þar af tvö á móti Spartak Moskvu í nágrannaslag þann 6. apríl síðastliðinn. Þá skoraði hann í þarsíðustu umferð gegn Anzhi.

Arnór, sem verður tvítugur eftir tvær vikur, var valinn besti leikmaður 22. um­ferðar í rússnesku ­úrvalsdeildinni vegna frammistöðu sinn­ar í leiknum gegn Spartak Moskvu.

Frábær mánuður að baki hjá þessum afar efnilega leikmanni.

Hægt er að kjósa Arnór sem leikmann aprílmánaðar með því að smella hér, en nafn hans er efst á listanum, með rússnesku letri.

Leik­menn­irn­ir sem voru til­nefnd­ir: 

Arnór Sigurðsson

Sebastián Driussi

Artem Dzyuba

Sardar Azmoun

Jéfferson Farfán

Ravanelli

Sylvester Igboun

Matvei Safonov

Bæði mörk Arnórs gegn Spartak Moskvu má sjá hér:

Og hér má sjá markið hans gegn Anzhi í síðustu viku:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir