Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór sneri aft­ur í sigri CSKA á Krasnodar

Arnór sneri aftur í sigurleik CSKA Moskvu.

Mynd/gazeta.ru

Arnór Sigurðsson sneri aftur á völlinn með CSKA Mosvku í dag eftir að hafa verið frá keppni í rúman mánuð vegna meiðsla.

Arnór var byrjunarliði CSKA Moskvu sem vann 3-2 heimasigur á Krasnodar, liði Jóns Guðna Fjólusonar, í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór spilaði rúmlega klukkutíma leik á meðan Jón Guðni lék allan leikinn. Hörður Björgvin Magnússon lék ekki með CSKA Moskvu í leiknum þar sem hann tók út leikbann vegna upp­safnaðra gulra spjalda.

Nikola Vlasic, fyrrum leikmaður Everton, kom CSKA Moskvu á bragðið með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu. Fimm mínútum síðar lagði Vlasic upp mark fyrir liðsfélaga sinn Fedor Chalov áður en hann skoraði sitt annað mark fjórum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Magnaður leikur hjá Vlasic.

Krasnodar var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og Marcus Berg gerði tvö mörk fyrir liðið en það dugði ekki, því leiknum lauk með 3-2 sigri CSKA Moskvu.

CSKA Moskva fer þá upp fyrir Krasnodar í 2. sæti deildarinnar með 22 stig og er nú einu stigi á eftir toppliði Zenit frá Pétursborg eftir 10 umferðir. Krasnodar er í 4. sæti með 20 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun