Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór Smárason sneri aftur á völlinn

Skagamaðurinn Arnór Smárason lék í dag sinn fyrsta leik á leiktíðinni fyrir Lillestrøm.

Arnór Smárason lék í dag sinn fyrsta leik á leiktíðinni fyrir Lillestrøm er hann kom inn á sem varamaður á 76. mínútu í heimaleik gegn Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni. Staðan var 1-1 þegar Arnór kom inn á völlinn og það urðu lokatölur leiksins.

Arnór, sem er 30 ára, hafði misst af fyrstu sex leikjum Lillestrøm á leiktíðinni vegna hnémeiðsla. Hann lék vel með liðinu á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að liðið náði að halda sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði þá sjö mörk og átti eina stoðsendingu í 13 leikjum.

Í fyrrasumar gerði Arnór tveggja ára samning við Lillestrøm.

Lillestrøm hefur farið ágætlega af stað á leiktíðinni en eftir sjö umferðir er liðið í 9. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 8 stig. Alls 16 lið leika í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun