Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór Smárason lagði upp mark fyrir Lillestrøm

Arnór Smárason lagði upp fyrra mark Lillestrøm þegar liðið gerði jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór Smárason (fyrir miðju). Mynd/Nettavisen

Skagamaðurinn Arnór Smárason lagði upp fyrra mark Lillestrøm þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Mjøndalen í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór spilaði um síðustu helgi sinn fyrsta leik á leiktíðinni en hann missti af fyrstu sex leikjum liðsins vegna meiðsla. Hann lék vel með liðinu á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að liðið náði að halda sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði þá sjö mörk og átti eina stoðsendingu í 13 leikjum.

Arnór byrjaði leikinn í kvöld á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður í upphafi síðari hálfleiks. Mjøndalen gerði tvö mörk í fyrri hálfleik en Arnór var ekki búinn að vera lengi inn á vellinum þegar hann lagði upp mark fyrir liðsfélaga sinn Tobias Salquist á 59. mínútu.

Thomas Olsen bætti svo við örðu marki fyrir Lillestrøm tólf mínútum fyrir leikslok og lokatölur urðu 2-2 jafntefli.

Lillestrøm hefur byrjað leiktíðina ágætlega en liðið situr 10. sæti norsku úrvalsdeildarinnar og er með 9 stig eftir átta umferðir.

Matthías lék í sigri Vålerenga

Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Vålerenga sem vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sigurinn hjá Matthíasi og félögum var nokkuð þægilegur en Vålerenga var mikið hættulegri aðilinn ef marka má tölfræðina í leiknum. Vålerenga átti 13 marktilraunir á móti þremur hjá Strømsgodset.

Vålerenga heldur 4. sætinu í deildinni eftir sigurinn í kvöld en liðið hefur leikið níu leiki á leiktíðinni og er með 17 stig.

Sjá einnig: Matthías kominn með 100 deildarmörk

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun