Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór Smára skoraði og Matthías lagði upp í norsku úrvalsdeildinni

Arnór Smárason skoraði úr víti í jafntefli og Matthías Vilhjálmsson lagði upp í tapi

Matthías Vilhjálmsson og félagar í Valerenga tóku á móti Haugasundi í 18. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Haugasund en Valerenga komst yfir strax á 2. mínútu með marki frá Herolind Shala eftir sendingu frá Matthíasi. Haugasund jafnaði metin á 48. mínútu og komst svo yfir á 64. mínútu. Fimm mínútum síðar var Matthíasi skipt af velli. Matthías og félagar mæta svo Bodö/Glimt í næstu umferð.

Arnór Smárason og félagar í Lilleström heimsóttu Tromsö. Á 11. mínútu fengu Lilleström vítaspyrnu sem Arnór skoraði úr. Á 78. mínútu jöfnuðu Tromsö metin með marki frá Simen Wangberg en fyrrum leikmaður Blackburn á Englandi, Morten Gamst Pedersen, lagði það upp. Lokatölur 1-1. Eftir viku fer svo Lilleström í heimsókn til Haugasund.

Þá lék Aron Sigurðarson allan leikinn fyrir Start sem hrósaði 2-0 heimasigri í norsku 1. deildinni í dag. Start er komið upp í 2. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Sandefjord en með betri markatölu.

Valerenga situr í 6. sæti deildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki en Lilleström er í 10.sæti með 22 stig eftir jafn marga leiki.

Diego Jóhannesson lék allan leikinn með liði sínu Real Oviedo í 3-2 tapi gegn Deportivo La Coruna í spænsku 1. deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun