Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Myndband: Arnór skoraði og lagði upp

Arnór skoraði eitt mark fyr­ir Lillestrøm og lagði upp annað í sigri liðsins í kvöld.

Mynd/Stavanger Aftenblad

Skagamaðurinn Arnór Smárason var í aðalhlutverki í góðum sigri Lillestrøm á Mjøndalen, 3-2, í kvöld í norsku úrvalsdeildinni.

Mjøndalen náði forystunni í leiknum á 10. mínútu en Arnór jafnaði metin fyrir Lillestrøm með marki úr vítaspyrnu aðeins þremur mínútum síðar og lagði síðan upp annað mark liðsins á 36. mínútu.

Varnarmaður Mjøndalen lenti í því óhappi að skora í eigið mark snemma í síðari hálfleik og Mjøndalen náði svo að minnka muninn niður í eitt mark þegar tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þar við sat. Lokatölur urðu 3-2, Lillestrøm í vil.

Arnór lék fyrstu 88. mínúturnar fyrir Lillestrøm í kvöld og hefur nú skorað þrjú mörk í ellefu deildarleikjum með liðinu á leiktíðinni. Lillestrøm er í 9. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 17 umferðir.

Dagur Dan Þórhallsson lék ekki með Mjøndalen í kvöld en hann var fyrr í dag lánaður til Kvik Hald­en sem leikur í norsku C-deildinni.

Einn leikur fór fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld og það reyndist vera Íslendingaslagur, þar sem SønderjyskE og AGF frá Árósum gerðu markalaust jafntefli.

Eskfirðingurinn Eggert Gunnþór Jónsson spilaði allan tímann í vörninni hjá SønderjyskE á meðan Frederik Schram sat á varamannabekknum.

Jón Dagur Þorsteinsson var þá í byrjunarliði AGF og lék fyrstu 68 mínúturnar. SønderjyskE er í 5. sæti deildarinnar með 8 stig og AGF er í 12. sæti deildarinnar með tvö stig en Árósarliðið er enn sigurlaust á leiktíðinni eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Þá lék Nói Snæhólm Ólafsson fyrri hálfleikinn með liði sínu Syrianska sem tapaði fyrir Jönköping S., 3-1, í sænsku B-deildinni í kvöld. Syrianska er í 12. sæti með 20 stig úr 19 leikjum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið