Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór og Hörður töpuðu einum færri

Tap hjá Arnóri og Herði í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

ÍV/Getty

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA Moskvu sem fékk Orenburg í heimsókn í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór lék allan leikinn í dag og Hörður Björgvin Magnússon kom inn á sem varamaður á 84. mínútu leiksins.

CSKA skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu en sú forysta entist ekki lengi því gestirnir jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar. Stuttu eftir jöfnunarmarkið kom annað mark hjá Orenburg.

Á 25. mínútu, í stöðunni 1-2, fékk Mario Fernandes, leikmaður CSKA, sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Abel Hernández, fyrrum leikmaður Hull City, jafnaði metin í 2-2 á 32. mínútu og jafnt var því í leikhléi.

Eftir níu mínútur í seinni hálfleik skoraði Orenburg glæsilegt mark sem reyndist síðan sigurmarkið í leiknum. 2-3 útisigur staðreynd hjá Orenburg.

CSKA Moskva er með 40 stig í 3. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar, sem er umspilssæti um laust sæti í Meistaradeild Evrópu.

Lokomotiv Moskva, sem er með 39 stig í 4. sæti, á leik til góða og getur farið upp fyrir CSKA Moskvu í stigatöflunni með sigri í dag.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun