Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Arnór með tvö mörk fyrir CSKA – Sjáðu mörkin

Arnór Sigurðsson skoraði tvívegis fyrir CSKA Moscow í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór fagnar öðru marki sínu í dag. ÍV/Getty

Arnór Sigurðsson var heldur betur á skotskónum með liði sínu CSKA Moscow sem vann í dag 2-0 sigur á Spartak Moscow í rússnesku úrvalsdeildinni.

Arnór gerði bæði mörk CSKA í leiknum og er því hiklaust maður leiksins. Arnór fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins fyrir frammistöðu sína í dag.

Fyrra mark hans í leiknum kom snemma í seinni hálfleik og það seinna nokkrum mínútum síðar, á 55. mínútu.

Hörður Björgvin Magnússon, sem er einnig á mála hjá CSKA, spilaði ekki í dag vegna smávægilegra meiðsla.

CSKA Moscow er með 40 stig í 3. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar, sem er umspilssæti um laust sæti í Meistaradeild Evrópu.

Bæði mörk Arnórs í leiknum má sjá hér að neðan, fyrra er á 2:35 mínútu á meðan seinna er á 3:50 mínútu:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið