Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór með tvennu í sigri Lillestrøm

Skagamaðurinn Arnór Smárason skoraði bæði mörk Lillestrøm þegar liðið vann góðan sigur í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór er hér lengst til hægri að fagna marki í leiknum í kvöld. Mynd/VG

Skagamaðurinn Arnór Smárason skoraði bæði mörk Lillestrøm þegar liðið vann góðan sigur á Strømsgodset, 2-1, á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór skoraði fyrra mark sitt á 42. mínútu leiksins og það seinna í uppbótartíma fyrri hálfleiks með góðu skoti af um 20 metra færi. Arnór lék allan leikinn í kvöld.

Arnór var þar með að skora sín fyrstu mörk fyrir Lillestrøm á leiktíðinni en hann hefur spilað 9 leiki fyrir liðið í ár.

Lillestrøm er eftir sigurinn í 10. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 15 umferðir.

Fyrr í dag kom Dagur Dan Þórhallsson inn á sem varamaður og lék síðustu mínúturnar fyrir Mjøndalen sem vann 2-0 heimasigur gegn Odds Ballklubb í norsku úrvalsdeildinni. Mjøndalen er í 11. sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum á eftir Lillestrøm.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun