Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Arnór með þrennu fyrir CSKA Moskvu

Arnór gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir CSKA Moskvu í æfingaleik í dag.

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson gerði held­ur bet­ur vart við sig í dag þegar hann skoraði þrennu fyr­ir rússneska liðið CSKA Moskvu sem vann 4-0 sigur gegn Rubin Kazan í æf­inga­leik. Mörk hans í leiknum má sjá neðst í fréttinni.

Arnór var í byrjunarliði CSKA Moskvu í leiknum og lék allan leikinn. Hann skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins áður en Fedor Chalov bætti við fjórða markinu. Hörður Björgvin Magnússon lék einnig allan tímann fyrir CSKA Mosvku.

Arnór lék vel fyrir CSKA Moskvu á síðustu leiktíð og getur verið ánægður með sína fyrstu leiktíð í Rússlandi, eftir að hafa verið keyptur til félagsins í fyrrahaust frá sænska félaginu Norrköping. Hann skoraði 5 mörk í 21 leik í rússnesku úrvalsdeildinni, ásamt því að skora 2 mörk í Meist­ara­deild Evr­ópu gegn Roma og Real Madrid.

Rússneska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi en þá mun CSKA Moskva mæta Krylya So­vet­ov á útivelli.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið