Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Arnór Ingvi skoraði í tapi Malmö

Arnór Ingvi skoraði í dag eitt mark fyrir Malmö í 3-1 tapi í sænsku úrvalsdeildinni.

Arnór Ingvi skoraði eitt mark í dag. ÍV/Getty

Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum með liði sínu Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Malmö fór í dag í heimsókn til GIF Sundsvall í 2. umferð deildarinnar og Arnór Ingvi var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn fyrir Malmö.

Malmö fékk víti í leiknum á 25. mínútu og hefði getað farið með forystu inn í leikhlé en vítaskytta liðsins, Guillermo Molins, brenndi af á punktinum. Markalaust í leikhléi.

GIF Sundsvall komst yfir á 65. mínútu og Arnór jafnaði leikinn í 1-1 á 79. mínútu. Sundsvall komst yfir á nýjan leik á 80. mínútu og skoraði að lokum þriðja markið fjórum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Malmö er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í deildinni. Liðið gerði síðasta mánudag 1-1 jafntefli við Hacken.

Annar Íslendingur spilaði í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Andri Rúnar Bjarnason byrjaði hjá Helsingborg sem beið lægri hlut fyrir Hacken, 2-1. Andri Rúnar var tekinn af velli á 33. mínútu í leiknum.

Andri Rúnar og félagar hans í Helsingborg eru með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í deildinni. Liðið sigraði Norrköping, 3-1, um síðustu helgi og Andri skoraði eitt mark í þeim leik.

Höskuldur Gunnlaugsson sat þá allan tímann á bekknum hjá Halmstads sem tapaði 1-3 fyrir Örgryte í sænsku B-deildinni í dag.

Mark Arnórs Ingva í dag:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið