Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór Ingvi lék í fyrsta sigri Malmö á leiktíðinni

Sigur hjá Arnóri Ingva og samherjum hans í Malmö.

Arnór Ingvi Traustason spilaði á hægri kantinum með liði sínu Malmö sem vann 2-0 heimasigur á Östersunds í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sigurinn hjá Malmö var sanngjarn því Östersunds átti engan möguleika í dag. Östersunds átti aðeins eina marktilraun í öllum leiknum.

Malmö skoraði fyrra markið eftir hálftíma leik og það seinna eftir klukkutíma leik.

Þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni eftir þrjár umferðir. Liðið tapaði í síðustu umferð, þar sem Arnór skoraði eina mark liðsins, en í fyrstu umferðinni gerði liðið jafntefli gegn Viðari Erni og félögum hans í Hammarby. Malmö situr eins og er í 7. sæti deildarinnar með fjögur stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun