Fylgstu með okkur:

Fréttir

Arnór Ingvi í liði um­ferðar­inn­ar

Arnór Ingvi er í liði um­ferðar­inn­ar hjá Fotbollskanalen fyr­ir frammistöðu sína með Malmö um síðustu helgi.

Mynd/Sydsvenskan

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö í Svíþjóð, er í úrvalsliði 22. um­ferðar í sænsku úrvalsdeildinni hjá netmiðlinum Fotbollskanalen eft­ir frammistöðu sína gegn Kalmar um síðustu helgi.

Arnór Ingvi skoraði þá eitt marka sinna manna og lagði upp annað í 5-0 stórsigri liðsins á Kalmar. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Arnór Ingvi er valinn í lið umferðarinnar hjá Fotbollskanalen.

Arnór Ingvi hefur verið einn af bestu leikmönnum Malmö á leiktíðinni og er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp önnur fjögur í 18 leikjum sínum með liðinu.

Um þessar mundir er Arnór Ingvi að undirbúa sig fyrir landsleiki með íslenska landsliðinu gegn Moldóvu á Laugardalsvelli á laugardaginn og Albaníu á útivelli á þriðjudaginn í undankeppni EM 2020.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir