Fylgstu með okkur:

Fréttir

Arnór Ingvi fær mikið hrós frá stjór­an­um

Knatt­spyrn­u­stjóri Malmö hrósaði Arnóri Ingva í hástert fyrir frammistöðu hans í stórsigri liðsins í gær.

Arnór Ingvi.

Uwe Rösler, knatt­spyrn­u­stjóri Malmö, sat fyr­ir svör­um frétta­manna í gær eftir 5-0 stórsigur liðsins á Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni.

Rösler hrósaði þar Arnóri Ingva Traustasyni í hástert fyrir frammistöðu hans fyrir Malmö í leiknum í gær.

„Í fyrri hálfleiknum var Arnór frábær. Hann breytti hraða leiksins, kom sér vel úr erfiðum stöðum og var fljótur hvort sem hann var með boltann eða án hans í sóknarleiknum. Síðustu tveir leikir hans hafa verið mjög góðir. Hann er frábær leikmaður til að vinna með og það er í raun draumur allra þjálfara að þjálfa svona leikmann. Það er hægt að sjá góða hluti frá honum á hverjum degi,“ sagði Rösler um Arnór Ingva í gær.

Með sigrinum hélt Malmö toppsæti sínu í sænsku úrvalsdeildinni en liðið hefur unnið sjö leiki í deildinni að ellefu umferðum loknum og er komið með 24 stig.

Arnór Ingvi fór einnig í viðtal eftir leikinn og var sáttur með frammistöðu sína.

„Ég átti góðan leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum þar sem ég náði næstum öllum sendingum fullkomnum. Ég er einbeittur í því að ná eins langt og hægt er. Hér hef ég fundið mér nýja stöðu á vellinum sem hentar mér vel. Þar fæ ég að leika lausum hala og get gert það sem hentar mínum leikstíl. Það sem ég þarf helst að bæta er varnarleikurinn,“ sagði Arnór Ingvi.

Þegar Arnór Ingvi er spurður hvort hann hafi áhuga á að fara í annað lið í sumar, þá segist hann ekki hafa heyrt af neinum áhuga. Hann vill ólmur eiga möguleika á því að vinna sænsku úrvalsdeildina með Malmö.

„Ég vil vinna deildina með Malmö og er ekki hugsa um að fara frá félaginu. Ég er að njóta mín hérna ásamt fjöldskyldu minni í Malmö og hér er frábært að vera.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir