Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór Ingvi áfram á toppn­um eft­ir sig­ur

Arnór Ingvi átti í dag afar fínan leik með Malmö sem vann heimasigur í sænsku úrvalsdeildinni.

ÍV/Getty

Malmö er áfram á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-0 sigur á heimavelli gegn Kalmar í dag. Arnór Ingvi Traustason spilaði allan leikinn fyrir Malmö og átti góðan leik.

Malmö er með 21 stig eftir sigurinn og á möguleika að vera áfram í toppsætinu að tíu umferðum loknum. Hacken, sem er í 2. sæti, hefur leikið jafn marga leiki og Malmö en liðin í 3.- 5. sæti, sem eru öll með 17 stig, eiga leik til góða.

Það var Anders Christiansen sem tryggði Malmö sigurinn í dag á 74. mínútu eftir að hafa komist einn gegn markmanni eftir frábært þríhyrningsspil.

Arnór Ingvi átti í dag afar fínan leik með Malmö ef marka má tölfræði hans úr leiknum. Hann skapaði þrjú hættuleg færi í leiknum og þá átti hann 45 sendingar og þar af 38 heppnaðar, eða 84%.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun