Fylgstu með okkur:

Fréttir

Arnór í liði umferðarinnar í Rússlandi

Eins og búist var við þá er Arnór Sigurðsson í liði umferðarinnar í Rússlandi.

Mynd/Championat

Flestir ef ekki allir rússneskir miðlar eru með Arnór Sigurðsson í liði umferðarinnar í Rússlandi.

Arnór átti frábæran leik með CSKA Moskvu í borgarslag gegn Spartak Moskvu um nýliðna helgi.

Arnór var heldur betur á skotskónum í leiknum með CSKA Moskvu sem hrósaði 2-0 sigri en hann gerði bæði mörk liðsins í leiknum. Fyrra mark hans í leiknum kom snemma í seinni hálfleik og það seinna nokkrum mínútum síðar, á 55. mínútu. Mörk hans í leiknum má finna hér. 

Rússneski miðilinn Championat er með Arnór í liði umferðarinnar og einnig tölfræðisíðan WhoScored, sem gefur honum 8,2 í einkunn fyrir frammistöðuna í leiknum.

Mynd/Championat

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir