Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór hafði bet­ur gegn Matthíasi

Arnór hafði betur gegn Matthíasi í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór Smárason (fyrir miðju). Mynd/Nettavisen

Lillestrøm vann góðan 3-0 útisigur á Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í dag. Arnór Smárason lék fyrstu 73. mínúturnar fyrir Lillestrøm og Matthías Vilhjálmsson spilaði allan leikinn fyrir Vålerenga.

Lillestrøm komst yfir í leiknum eftir korter og staðan var þannig í leikhléinu. Lillestrøm skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum og vann að lokum góðan 3-0 sigur.

í upphafi leiktíðar var Arnór frá vegna meiðsla en hann hefur spilað síðustu fjóra leiki fyrir Lillestrøm og verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum.

Vålerenga hefur farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni og hafði ekki tapað leik í síðustu sjö leikjum fyrir leikinn í dag. Gengi Lillestrøm hefur hinsvegar verið upp og ofan upp á síðkastið og úrslit leiksins koma því nokkuð á óvart. Lillestrøm fer upp úr 10. sæti deildarinnar upp í 9. sæti með 12 stig og þá heldur Vålerenga sæti sínu, 4. sæti með 17 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun