Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Arnór gerði þrennu í síðari hálfleik – Myndband

Arnór gerði sér lítið fyr­ir og skoraði þrjú mörk fyr­ir CSKA Moskvu í æfingaleik á Spáni í dag.

Mynd/pfccskanews.ru

Arnór Sigurðsson gerði sér lítið fyr­ir og skoraði þrjú mörk fyr­ir CSKA Moskvu í síðasta æfingaleiknum á Spáni fyrir áframhaldandi átök í rússnesku úrvalsdeildinni.

CSKA Moskva lék í dag æfingaleik við rússneska úrvalsdeildarliðið FC Ufa og sigraði leikinn 3-0, þar sem Arnór skoraði öll mörkin, sem eru öll hér að neðan.

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Arnór fyrsta mark sitt á 47. mínútu og skoraði svo síðustu tvö með stuttu millibili á lokakaflanum, á 83. mínútu og á þeirri 85. mínútu. Arnór lék allan leikinn og Hörður Björgvin Magnússon lék sömuleiðis allan leikinn fyrir CSKA Moskvu.

Rússneska úrvalsdeildin fer aftur af stað eftir vetrarfrí um næstu helgi og CSKA Moskva mætir Ural á heimavelli sínum að viku liðinni. CSKA Moskva er í 4. sæti deildarinnar þegar 19 umferðir hafa verið leiknar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið