Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór fór meidd­ur af velli

Arnór fór meidd­ur af velli eft­ir rúmlega hálftíma leik þegar CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli í Rússlandi.

Mynd/divanews.ru

Landsliðsmennirnir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon, leikmenn CSKA Moskvu, voru báðir í byrjunarliði liðsins þegar liðið tók á móti PFC Sochi í rússnesku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Arnóri var skipt af velli á 28. mínútu leiksins og samkvæmt rússneskum miðlum fór hann af velli vegna meiðsla. Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörninni.

Ekki er vitað hvers eðlis meiðslin eru en Arnór mun á næstu dögum fara í myndatöku og eft­ir hana ætti að liggja ljóst fyr­ir hversu al­var­leg meiðslin eru.

CSKA Moskva er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar í deildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun