Fylgstu með okkur:

Fréttir

Arnór er óbrot­inn en með sködduð liðbönd

Arnór Ingvi er óbrotinn eftir ljóta tæklingu sem hann varð fyrir en myndataka sem hann fór í leiddi það í ljós.

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö, meidd­ist illa á fæti í leik með liði sínu gegn Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í gær en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Haris Radetinac, leikmanni Djurgården, í leiknum og var þá borinn af leikvelli á sjúkrabörum. Hægt er að sjá atvikið með því að smella hér.

Ótt­ast var að fóturinn væri brotinn en Arnór fór í myndatöku eftir leik og hún sýndi að ekki væri um brot að ræða. Arnór reyndist hins vegar með alvarlega áverka á liðböndum. Það er Sydsvenskan sem greinir frá þessu og Fotbolldirekt segir einnig frá.

Óvíst er hversu lengi Arnór verður frá keppni en samkvæmt sjúkraþjálfara félagsins þarf hann ekki að fara í aðgerð.

Arnór hefur verið öflugur með Malmö á leiktíðinni og hefur skorað 2 mörk og lagt upp önnur 3. Þá hefur hann ekki misst úr einn einasta leik. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að það hefði verið ánægjulegt að komast að því að vera óbrotinn:

„Lækn­arn­ir halda að liðbönd­in séu illa far­in en ég fer í frek­ari mynda­töku á morg­un og þá kem­ur þetta bet­ur í ljós. Ég dofnaði all­ur upp þegar hann braut á mér og ég óttaðist að um fót­brot hefði verið að ræða. Ég er því þokka­lega ánægður að svo reynd­ist ekki vera. Þetta var ljótt og heimsku­legt brot. Ég er bú­inn að horfa á þetta einu sinni á mynd­bandi og ég gat ekki horft á það aft­ur,“ sagði Arn­ór við Morgunblaðið í dag.

Malmö hefur ekki tapað leik í 14 deildarleikjum í röð og er því á fínni leið með að tryggja sér sænska meistaratitilinn. Liðið er í efsta sætinu og er fjórum stigum á undan AIK, sem er í 2. sæti.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir