Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Arnór byrjaði er CSKA missti niður tveggja marka for­ystu

Arnór Sigurðsson byrjaði leikinn hjá CSKA sem gerði jafntefli eftir að hafa misst niður tveggja marka forystu.

Arnór í leik með CSKA gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í lok síðasta árs. ÍV/Getty

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliðinu hjá CSKA Moscow sem mætti FC Ufa í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Arnór hafði ekki verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum en í dag lék hann í 76. mínútur áður en honum var skipt af velli.

Hörður Björgvin Magnússon, sem er einnig á mála hjá CSKA, tók í dag út leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda

CSKA var með tveggja marka forskot í töluverðan tíma eftir að lánsmaður Everton, Nikola Vlasic, gerði mark í fyrri hálfleik, á 25. mínútu, og Fedor Chalov í seinni hálfleik, á 64. mínútu.

Eftir að Arnóri var skipt af velli þá fór allt úrskeiðis hjá CSKA í blálokin. FC Ufa minnkaði muninn þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og jafnaði að lokum metin í viðbótartíma. Liðin skildu því jöfn í dag, 2-2.

CSKA Moscow er með 37 stig í 3. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar, sem umspilssæti um laust sæti í Meistaradeild Evrópu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun