Fylgstu með okkur:

Fréttir

Arnór bestur í 22. umferð

Arnór Sigurðsson er besti leikmaður 22. um­ferðar í rússnesku ­úrvalsdeildinni.

ÍV/Getty

Arnór Sigurðsson er besti leikmaður 22. um­ferðar í rússnesku ­úrvalsdeildinni vegna frammistöðu sinn­ar í leik CSKA Moskvu við Spartak Moskvu um nýliðna helgi.

Arnór átti frábæran leik með CSKA Moskvu í 2-0 útisigri en hann gerði bæði mörk liðsins í leiknum. Fyrra mark hans í leiknum kom snemma í seinni hálfleik og það seinna nokkrum mínútum síðar, á 55. mínútu. Mörk hans í leiknum má finna hér. 

Rússneska úrvalsdeilin sá um kosninguna ásamt fleiri miðlum. Arnór fékk alls 21,431 atkvæði eða 55% allra greidda atkvæða og hafði betur gegn Yaroslav Rakitsky, varnarmanni Zenit, sem var með 12,123 atkvæði (31,35%).

Í gær greindum við frá því að Arnór væri á flestum stöðum í úrvalsliði 22. umferðar.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir