Fylgstu með okkur:

Fréttir

Arnór á meðal þeirra efstu í Noregi

Arnór Smárason er á meðal efstu manna í ein­kunna­gjöf norska dag­blaðsins Ver­d­ens Gang á þessari leiktíð.

Mynd/Stavanger Aftenblad

Arnór Smárason, leikmaður norska úrvalsdeildarliðsins Lillestrøm, er á meðal efstu manna í ein­kunna­gjöf norska dag­blaðsins Ver­d­ens Gang á þessari leiktíð.

Arnór hef­ur skorað 4 mörk og lagt upp önnur 4 í 13 leikj­um sín­um með Lillestrøm og hef­ur átt mjög góða leiktíð. Arnór er í sjöunda sæti yfir hæstu leik­menn í ein­kunna­gjöf­inni en hann er með 5,58 í meðal­ein­kunn. Magnus Wolff Eikrem, leikmaður Molde, er efstur með einkunnina 6,18.

Arnór og félagar í Lillestrøm eru í 10. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir 20 umferðir en tíu umferðir eru eftir af deildinni.

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Vålerenga, er næst­ur Íslend­ing­anna í ein­kunna­gjöf­inni í 91. sætinu með einkunnina 4,85 og þá er Samúel Kári Friðjónsson hjá Viking í 120. sæti með einkunnina 4,67.

Heimild: Fótbolti.net

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir