Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Árni Vill skoraði í tvígang í sigri – Sjáðu mörkin

Árni Vilhjálmsson skoraði í tvígang í úkraínsku úrvalsdeildinni í dag.

Mynd/Chornomorets 

Árni Vilhjálmsson skoraði í tvígang fyrir Chornomorets Odessa í 2-4 útisigri gegn Desna í fallriðli úkraínsku úrvalsdeildarinnar í dag. Þetta er annar leikur Árna í röð þar sem hann er á skotskónum en hann varð um síðustu helgi fyrsti Íslendingurinn til að skora mark með úkraínsku félagi.

Árni var í dag að leika sinn fimmta byrjunarliðsleik í röð með liðinu.

Lið Árna, Chornomorets, lenti undir snemma leiks þegar Desna skoraði mark eftir aukaspyrnu. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Árni glæsilegt skallamark og jafnaði leikinn í 1-1 fyrir Chornomorets.

Desna náði aftur forystu á 22. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu og staðan í leikhléinu var 2-1 fyrir Desna.

Ekki var skorað í seinni hálfleiknum alveg þar til á 86. mínútu. Þar var Árni aftur á ferðinni fyrir Chornomorets og í uppbótartíma seinni hálfleiks bættu liðsfélagar hans Vasilli Pavlov og Nikolay Musolitin við tveimur mörkum. Lokatölur 2-4.

Mikilvægur útisigur staðreynd hjá Árna og félögum hans í Chornomorets sem eru í baráttu um að halda sæti sínu í úkraínsku úrvalsdeildinni.

Mörk Árna í dag: 

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun