Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Árni Vill kom­inn á blað í Úkraínu

Ární Vilhjálmsson varð í dag fyrsti Íslendingurinn til þess að skora með úkraínsku félagi.

Mynd/Odessa.

Árni Vilhjálmsson skoraði í dag sitt fyrsta mark með úkraínska liðinu Chornomorets Odessa þegar það laut í lægra haldi fyrir Vorskla, 1-2, í fallriðli úkraínsku úrvalsdeildarinnar. Árni varð þar með fyrsti Íslendingurinn til að skora mark með úkraínsku félagi.

Árni var í dag að leika sinn fjórða byrjunarliðsleik í röð með liðinu. Það leið ekki á löngu þar til Árni var búinn að skora í leiknum en hann skoraði eftir aðeins tveggja mínútna leik. Árni spilaði fyrstu 77. mínúturnar í leiknum áður en hann var tekinn af velli.

Lið Árna, Chornomorets Odessa, var með 1-0 forystu alveg þangað til sex mínútur voru til leiksloka þegar Vorskla jafnaði metin. Í uppbótartíma í seinni hálfleik varð liðsfélagi Árna fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Svekkjandi 1-2 tap hjá Árna og félögum.

Chornomorets Odessa var í dag að spila sinn fjórða leik í fallriðlinum og er í næstneðsta sæti með aðeins 18 stig. Liðið á hættu að falla niður um deild.

Mynd/Aðsend

Mark Árna í leiknum í dag:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið