Fylgstu með okkur:

Fréttir

Árni snýr aft­ur til Úkraínu

Árni Vilhjálmsson er að öllum líkindum á leið til Úkraínu á nýj­an leik.

Mynd/jp.se

Framherjinn Árni Vilhjálmsson er á leið til Úkraínu á nýj­an leik og mun að öllum líkindum ganga til liðs við Kolos Kovalivka á næstu dögum, samkvæmt heimildum Íslendingavaktarinnar.

Kolos Kovalivka er nýliði í efstu deildinni í Úkraínu og er í 8. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 13 umferðir. Liðið var stofnað árið 2012 og hefur farið upp um þrjár deildir á aðeins fjórum árum. Er liðið staðsett nálægt höfuðborg­inni Kyiv, eða um 100 kílómetra suðvestur af borginni.

Árni var í láni hjá úkraínska liðinu Chornomorets Odessa frá pólska liðinu Termalica Nieciecza á síðari hluta síðasta tímabils og þar átti hann einstaklega góðu gengi að fagna. Árni spilaði 14 leiki fyrir Chornomorets og skoraði í þeim 7 mörk.

Chornomor­ets endaði með því að falla niður í næstefstu deild eftir að hafa tapað tveimur leikjum í fallumspili en Árni átti stóran þátt í því að liðið tryggði sér þá leiki.

Eftir lánsdvölina hjá Chornomor­ets fór Árni aftur til Termalica Nieciecza en fékk síðan samningi sínum við liðið rift í síðastliðnum septembermánuði.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir