Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Árni skor­ar og skor­ar í Úkraínu

Árni Vilhjálmsson hefur svo sannarlega fundið fjölina sína með sínu nýja liði í Úkraínu.

Mynd/Football24

Árni Vilhjálmsson heldur áfram að gera það gott með úkraínska liðinu Chornomor­ets Odessa. Árni skoraði í dag tvö mörk fyrir lið sitt í sannfærandi 3-0 heimasigri gegn Desna í fallriðli úkraínsku úrvalsdeildarinnar.

Árni gekk í raðir Chornomorets fyrr á árinu frá pólska félaginu Termalica Nieciecza að láni og hefur svo sannarlega fundið fjölina sína með sínu nýja liði í Úkraínu. Hann hefur skorað sjö mörk í tólf leikjum fyrir Chornomorets.

Fyrsta markið í leiknum kom eftir rúman klukkutíma leik en þá skoraði Volodymyr Tanchyk laglegt mark og rétt um tíu mínútum síðar skoraði Árni mark af vítapunktinum. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum skoraði Árni sitt annað mark er hann tók boltann á lofti í teignum og smellti honum í fjærhornið. Laglegt mark hjá Blikanum.

Chornomorets var í dag að leika sinn síðasta leik í fallriðlinum og hefur nú bjargað sér frá beinu falli og endar í næstneðsta sætinu. Liðið fer í framhaldinu í umspil um laust sæti í úkraínsku úrvalsdeildinni að ári.

Bæði mörk Árna í dag:

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið