Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Árni skoraði tvö og lagði eitt upp

Árni átti í dag frábæran leik fyrir Kolos Kovalivka en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp í sigri liðsins.

Mynd/koloskovalivka.com

Árni Vilhjálmsson var sér­lega áber­andi í 4-0 heimasigri Kolos Kovalivka gegn SC Dnipro-1 í úkraínsku úrvalsdeildinni í dag. Árni skoraði tvö marka Kolos Kovalivka og lagði það þriðja upp.

Árni kom Kolos Kovalivka yfir strax á 14. mínútu með marki úr vítaspyrnu, bætti svo við öðru marki á 52. mínútu er hann lúrði á fjærstönginni og skoraði af stuttu færi, og á 57. mínútu lagði hann upp mark fyrir samherja sinn Oleh Ilin sem skoraði stórglæsilegt mark með skoti utan teigs.

Evgeniy Smyrniy innsiglaði síðan sigur Kolos Kovalivka á 78. mínútu og stuttu síðar var Árni tekinn af velli. Lokatölur urðu því 4-0 fyrir Kolos Kovalivka.

Árni og samherjar komust með því í efri hluta deild­ar­inn­ar og eru með 20 stig í sjötta sæti deildarinnar eftir 17 leiki. Árni er búinn að skora þrjú mörk fyrir Kolos Kovalivka síðan hann kom til liðsins og hefur nú skorað 10 mörk í úkraínsku deild­inni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið