Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Árni skoraði í þriðja leiknum í röð

Árni Vilhjálmsson skoraði í þriðja leikn­um í röð í Úkraínu.

Mynd/УПЛ

Árni Vilhjálmsson skoraði í þriðja leikn­um í röð í fallriðli úkraínsku úrvalsdeildarinnar í dag þegar lið hans Chornomorets Odessa gerði 3-3 jafntefli við Arsenal Kyiv.

Árni skoraði fyrsta mark Chornomorets úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik. Arsenal Kyiv jafnaði metin á 57. mínútu en liðsfélagi Árna, Dmytro Semeniv, skoraði aðeins fimm mínútum síðar. Arsenal Kyiv jafnaði aftur leikinn á 77. mínútu og náði að skora þriðja markið rétt undir lok seinni hálfleiksins, á 88. mínútu. Í uppbótartímanum skoraði þá Ruslan Babenko þriðja mark Chornomorets og niðurstaðan varð því 3-3 jafntefli hjá Árna og félögum.

Árni var að skora sitt fjórða mark fyrir liðið á leiktíðinni en hann lék fyrstu 82. mínúturnar í leiknum í dag.

Chornomorets þurfti á sigri í dag til að komast upp úr neðsta sæti fallriðilsins. Liðið er nú þremur stigum á eftir Arsenal Kyiv, sem er í næstneðsta sæti í riðlinum. Chornomorets á fjóra leiki eftir í riðlinum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun