Fylgstu með okkur:

Fréttir

Árni rifti samn­ingi sín­um í Póllandi

Árni er samn­ings­laus eft­ir að hafa rift samn­ingi sín­um í Póllandi.

Árni í leik með Termalica Nieciecza.

Framherjinn Árni Vilhjálmsson hef­ur fengið samningi sínum við pólska 1. deildarliðið Termalica Nieciecza rift og er því laus allra mála þaðan, en þetta kemur fram á mbl.is í dag.

Árni, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við Termalica Nieciecza fyrir ári síðan frá sænska liðinu Jön­k­öp­ing.

„Þetta hef­ur allt gerst svo hratt að ég hef ekki haft tíma til að hugsa mikið um næsta skref. Umboðsmaður­inn minn er með nokk­ur til­boð í hönd­un­um og við eig­um eft­ir að fara yfir þau og skoða fram­haldið bet­ur,“ sagði Árni í samtali við mbl.is.

Árni lék 9 leiki í Póllandi og skoraði 4 mörk á síðasta tímabili en var lánaður til úkraínska liðsins Chornomorets Odessa á síðari hluta tímabilsins þar sem hann átti góðu gengi að fagna. Árni spilaði 14 leiki fyrir Chornomorets og skoraði í þeim 7 mörk.

Fjölmiðlar í Úkraínu greindu frá því á dögunum að Árni gæti gengið til liðs við úkraínska liðið Karpaty Lviv sem leikur í efstu deildinni þar í landi. Fyrr í sumar sagði Cesare Marchetti, umboðsmaður Árna, frá áhuga nokkurra liða. Lið sem voru áhugasöm um þjónustu hans voru meðal annars liðin Dynamo Kiev, Desna, Karpaty, Vorska og Oleksandriya í Úkraínu, ásamt FC Ufa í Rússlandi, Craiova í Rúmeníu og nokkrum liðum í pólsku úrvalsdeildinni.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir