Fylgstu með okkur:

Fréttir

Árni mætt­ur til æf­inga

Árni Vilhjálmsson er kom­inn til Úkraínu og mun að öllu óbreyttu ganga í raðir úkraínska liðsins Kolos Kovalivka.

Mynd/Youtube

Árni Vilhjálmsson er byrjaður að æfa með úkraínska liðinu Kolos Kovalivka og að öllu óbreyttu skrif­ar hann und­ir samn­ing við liðið á næstu dögum, eins og greint var frá í fyrradag.

Árni er við það að ljúka samn­ing­um við liðið og mun gang­ast und­ir lækn­is­skoðun og stand­ist hann þá skoðun mun hann skrifa und­ir samn­ing við úkraínska liðið.

Kolos Kovalivka er nýliði í efstu deildinni í Úkraínu og situr í 8. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 13 umferðir. Liðið var stofnað árið 2012 og hefur farið upp um þrjár deildir á aðeins fjórum árum. Það er staðsett í  tiltölulega litlum bæ í Úkraínu, Kovalivka, með tæplega 1500 íbúa, nálægt höfuðborg­inni Kyiv, eða um 100 kílómetra suðvestur af borginni.

Árni þekkir vel til í Úkraínu en hann var í láni hjá úkraínska liðinu Chornomorets Odessa á síðari hluta síðasta tímabils. Þar skoraði hann 7 mörk í 14 leikjum.

Fyrsti leik­ur Árna með Kolos Kovalivka gæti verið á sunnudaginn þegar liðið fer í heimsókn til Zorya.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir