Fylgstu með okkur:

Fréttir

Árni leikmaður umferðarinnar í Úkraínu

Árni Vilhjálmsson er leikmaður 27. umferðar í úkraínsku úrvalsdeild­inni.

Mynd/УПЛ

Árni Vilhjálmsson, leikmaður Chornomor­ets Odessa, var í dag útnefndur leikmaður 27. umferðar í úkraínsku úrvalsdeild­inni. Tíu sérfræðingar stóðu að valinu fyrir úkraínsku úrvalsdeildina og þar varð Árni hlutskarpastur.

Árni átti um helgina frábæran leik fyrir Chornomor­ets Odessa sem vann 4-2 útisigur á Desna í fallumspili deildarinnar. Árni gerði fyrstu tvö mörk Chornomor­ets. Með fyrra markinu jafnaði hann metin í 1-1 og með seinna markinu jafnaði hann aftur í 2-2. Liðsfélagar hans, Vasilli Pavlov og Nikolay Musolitin, bættu við tveimur mörkum í uppbótartíma seinni hálfleiks og liðið vann því 4-2 útisigur.

Sigurinn um helgina hjá Árna og félögum hans í Chornomor­ets var mjög mikilvægur en liðið er í neðsta sæti í fallriðli úkraínsku úrvalsdeild­arinnar með 21 stig eða þremur stigum minna en Arsenal Kyiv sem er í næstneðsta sæti. Fimm leikir eru eftir af leiktíðinni í Úkraínu.

Bæði mörk Árna um helgina:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir